ÞJÓNUSTA

ÞJÓNUSTA

Ég legg mikla áherslu á persónulega þjónustu og vönduð vinnubrögð.


GRAFÍSK HÖNNUN

LOGO HÖNNUN · AUGLÝSINGAGERÐ · NAFNSPJÖLD/BRÉFSEFNI · HÖNNUN FYRIR VEF/SAMFÉLAGSMIÐLA

LOGO HÖNNUN

Engin tvö logo verkefni eru eins og þess vegna er best að fá tilboð í hvert verkefni fyrir sig. Ég byrja ferlið á að spyrja spurninga til að kynna mér starfsemina og gera mér betur grein fyrir umfangi verkefnisins.

Eftir að ég er komin með svör við þessum fyrstu spurningum gef ég tilboð í verkið og þegar samkomulagi hefur verið náð þá byrja ég hönnunarferlið. Það kostar ekkert að hafa samband og fá tilboð.

Ef þú hefur ákveðna grunnhugmynd um logo get ég unnið út frá því og hjálpað þér að útfæra þá hugmynd. Það er hinsvegar ekki nauðsynlegt að hafa ákveðna hugmynd í upphafi, mitt verkefni er að hjálpa þér að finna útlit sem hentar þinni starfsemi og kemur réttum skilaboðum áleiðis.

Fyrirspurnir sendist á netfangið:

olinasif@gmail.com

ÖNNUR GRAFÍSK HÖNNUN

Ásamt logo hönnun, býð ég einnig upp á fjölbreytta þjónustu á sviði grafískrar hönnunar.

Þetta inniheldur verkefni eins og auglýsingagerð, nafnspjöld/bréfsefni, hönnun fyrir vef-/samfélagsmiðla, uppsetning á texta, hönnun á bæklingum, matseðlum, o.s.frv.

Ef þig vantar hjálp við einhverskonar uppsetningu eða grafík, hafðu samband í gegnum netfangið:

olinasif@gmail.com


SÉRPANTANIR

TEIKNINGAR · MYNDSKREYTINGAR · VEGGSPJÖLD · PERSÓNULEGAR GJAFIR

PORTRAIT TEIKNINGAR

Portrait teikningarnar eru vandaðar andlitsmyndir með áherslu á smáatriði. Myndirnar eru teiknaðar með blýant og kol eftir ljósmyndum. Hægt er að setja saman fleiri en eitt andlit á mynd og er þá best að fá mynd af hverju andliti fyrir sig. Myndirnar þurfa að vera í góðum gæðum til að hægt sé að teikna eftir þeim, þá aðallega þannig að augu og andlitsfall sjáist vel. Það er líka alltaf gott að fá fleiri en eina mynd svo ég átti mig betur á svipnum því það skilar alltaf betri lokaniðurstöðu. Þessar teikningar eru almennt í stærð 30x40cm nema annað sé beðið um.

Verðið á svona portrait teikningu fer eftir fjölda andlita á mynd:
1 Andlit: 30.000 kr
+15.000 kr fyrir hvert auka andlit
(einnig er hægt að kaupa eftirprentanir og ramma)

*helmingur af heildarverði greiðist sem staðfestingargjald við pöntun

Pantanir/fyrirspurnir sendist á netfangið:

olinasif@gmail.com

*þar sem mikil vinna fer í hverja mynd eru takmörk fyrir því hversu mörgum pöntunum ég get tekið við hverju sinni. Þess vegna mæli ég með því að hafa samband tímanlega ef þig langar að eignast mynd.
samsett teikning úr 3 ljósmyndum

SÉRHÖNNUÐ VEGGSPJÖLD

Sérhönnuð veggspjöld geta verið fallegar og persónulegar gjafir eða eitthvað til að skreyta veggina á þínu heimili. Þetta geta verið myndir af gæludýrum, fólki, bæjum eða kennileitum, eða hvað sem þér dettur í hug! Allar myndir eru afhentar sem prentuð eintök á hágæða pappír, ýmist í stærðum A4 eða 30×40 cm og hægt er að kaupa ramma með (einnig er hægt að óska eftir öðrum stærðum sérstaklega) . Verðin hér fyrir neðan eru eingöngu til viðmiðunar en það er alltaf hægt að senda pöntun eða fyrirspurn á netfangið:

olinasif@gmail.com

MINIMALÍSKT VEGGSPJALD

1 andlit: 12.000 kr
+2.000 hvert auka andlit

GÆLUDÝRA VEGGSPJALD

1 dýr á mynd:
20.000 kr

SVEITIN MÍN VEGGSPJALD

5-7 atriði á mynd:
25.000 kr

AÐRAR SÉRPANTANIR

Hér eru nokkur sýnishorn af öðrum sérpöntunum. Það eru lítil takmörk fyrir því hvað er hægt að framkvæma. Ef þú ert með hugmynd, endilega sendu mér fyrirspurn á netfangið:

olinasif@gmail.com

Veggspjald hannað fyrir fjáröflun knattspyrnu liðs.
Hönnun á viðurkenningarskjali.
Hönnun á gjafabréfi.