MEISTARADEILD KS: LOGO HÖNNUN

Meistaradeild KS er mótaröð í hestaíþróttum á norðurlandi. Deildin hefur starfað lengi en hafði aldrei átt logo, svo vilji var fyrir því að skapa útlit sem væri afgerandi fyrir deildina, myndi vekja athygli og væri hægt að nota í auglýsingar. Úr varð logo sett með 3 mismunandi logo útfærslum, hreyfimynd og tákn fyrir samfélagsmiðla og markaðsefni.