Meistaradeild KS
Mörkun fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Þegar ég fékk þetta verkefni hafði Meistaradeild KS verið starfandi í þónokkurn tíma, en hafði aldrei átt logo eða afgerandi útlit til að nota í markaðsefni. Markmiðið með hönnuninni var að gera eitthvað myndrænt sem hefði sterka tengingu við hestana og sportið, en myndi á sama tíma henta vel í merkingar og auglýsingagerð. Við enduðum því á að setja saman logo sett, sem innihélt aðalmerki, leturmerki og tákn – virkilega skemmtilegt verkefni!



