Mörkun & logo hönnun

Mörkun & logo hönnun

Afhverju?

Logo hönnun og mörkun (e. branding) er mikilvægur partur af hvers konar starfsemi því fólk þarf að vita hver þú ert og hvað þú gerir. Vel heppnuð mörkun getur skipt sköpum fyrir ímynd fyrirtækisins og hjálpað þér að finna drauma viðskiptavinina – og ekki síður hjálpað þeim að finna þig!

Mörkun á að vera skemmtilegur og spennandi tími í fyrirtækjarekstri. Það að fjárfesta í hönnun getur virkað kostnaðarsamt, en það skilar sér svo margfalt til baka! Mitt markmið þegar kemur að mörkun og logo hönnun, er að skila þér sem bestum árangri í formi tímalausrar hönnunar sem vex og dafnar með rekstrinum til lengri tíma. 

Endilega kynntu þér betur hönnunarferlið mitt hér fyrir neðan, en það ætti að hjálpa þér að ákveða hvort mín aðferð hentar þér og þínum rekstri. Ef svo er lofa ég að gera mitt allra besta til að gera ferlið sem ánægjulegast fyrir þig og að það skili sem bestum árangri!

Mörkun & logo hönnun

Hvað?

Í grunninn er ég með tvo staðlaða pakka þegar kemur að logo hönnun og mörkun. Annarsvegar Pakki 01 – Startpakkinn, og hinsvegar Pakki 02 – Mörkun. Startpakkinn er minnsti pakkinn, sem er hugsaður fyrir þá sem eru að byrja með rekstur eða hafa minna fjármagn til markaðssetningar, en vilja samt tímalaust logo til að komast af stað og byrja að byggja upp ímynd fyrirtækisins. Mörkun er stærri pakki sem leggur meiri áherslu á heildarútlit og býður þar af leiðandi upp á fleiri notkunarmöguleika, sérstaklega þegar kemur að merkingum á varning eða í framleiðslu á markaðsefni.

Þessir pakkar eru ekki tæmandi, enda er mjög mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Best er að hafa samband og fá tilboð sérsniðið að þínum þörfum.

Fáðu verðtilboð með því að hafa samband í gegnum linkinn hér að neðan. Athugið að til að fá svar við fyrirspurn um verð, þurfa að fylgja grunn upplýsingar um fyrirtækið og hverju þú leitast helst eftir.

Pakki 01

startpakkinn

Logo hönnun

– eitt aðal merki.

– skilað á öllum helstu skráarformum (AI, EPS, PDF, JPEG, PNG).

– allt að 3 umferðir af breytingum.

Litapalletta

– logo skrám er skilað bæði í svart/hvítum útfærslum og í lit.

Hönnunarstaðall

– PDF skjal með öllum helstu upplýsingum um merkin og skrárnar. Inniheldur t.d. upplýsingar um litakóða og letur, ásamt leiðbeiningum um notkun merkisins, hvaða skrár henta í hvað, o.s.frv.

Pakki 02

mörkun

Logo sett

– aðal merki.

– auka merki.

– tákn.

–  auka grafík til stuðnings merkjanna (þetta getur verið t.d. mynstur, eða auka tákn) 

– skilað á öllum helstu skráarformum (AI, EPS, PDF, JPEG, PNG).

– allt að 3 umferðir af breytingum.

Litapalletta

– logo skrám er skilað bæði í svart/hvítum útfærslum og í lit.

Letursamsetning

– tillögur að letursamsetningum til notkunar í markaðsefni (ath. að leturskrár eru ekki innifaldar, heldur þarf að kaupa þær sérstaklega).

Hönnunarstaðall

– PDF skjal með öllum helstu upplýsingum um merkin og skrárnar. Inniheldur t.d. upplýsingar um litakóða og letur, ásamt leiðbeiningum um notkun merkisins, hvaða skrár henta í hvað, o.s.frv.

Mörkun & logo hönnun

Viðbætur

Til viðbótar við pakkana hér að ofan er hægt að bæta við annarskonar þjónustu og gera úr því einn stærri pakka, sem er oftar en ekki hagstæðasta leiðin ef þú veist fyrirfram að þetta er eitthvað sem þú þarft á að halda – annars er auðvitað líka alltaf hægt að bæta við seinna meir.

Þessir listar eru ekki tæmandi, en gefa vonandi einhverja hugmynd – ef þú sérð ekki það sem þú ert að leita af þá endilega láttu mig vita!

Instagram

viðbót

 • Profile mynd
 • 5x highlight cover
 • 4x post template
 • 2x story template

– templates eru einföld í notkun og góð leið til að koma þér af stað, eða til að taka grammið upp á næsta stig!

– inniheldur allt að 2 umferðir af breytingum og stutt sýnikennslumyndband um notkun.

Viðbætur

dæmi um aðra grafík í boði

 • nafnspjöld
 • bréfsefni
 • þakkarkort
 • gjafabréf
 • bæklingar
 • veggspjöld
 • límmiðar
 • skilti
 • matseðlar
 • umbúðir
 • myndskreytingar

Hvernig?

hönnunarferlið skref fyrir skref

01

bókun

Þú hefur samband hér í gegnum síðuna eða á öðrum miðlum og við byrjum á að finna út hvernig pakki hentar þér og þú færð tilboð í verkið. 

Næst greiðir þú staðfestingargjaldið, sem er 50% af heildarverði.


02

kynni

Hér er þitt tækifæri til að koma öllum þínum óskum á framfæri, og mitt tækifæri til að læra sem mest um hvað fyrirtækið stendur fyrir og til að pikka út gullmolana sem ég get síðan nýtt í hönnunina.

Þetta skref er oftast í formi fjarfundar eða spurningalista sem þú fyllir út, stundum bæði. 

03

hönnun

Þegar ég er komin með allar upplýsingar frá þér, byrja ég að hanna. Þitt eina hlutverk á meðan er bara að bíða með eftirvæntingu eftir að fá sendan pakka með öllum upplýsingum og útskýringum um hvað ég gerði, hvernig það varð til og afhverju það hentar þínu fyrirtæki.

04

fínpússun

Í þessu skrefi hefur þú tækifæri til að koma með athugasemdir og við getum gert breytingar eftir því sem þarf.

Ég kýs að leggja frekar allt í bestu hugmyndina og kynni því fyrir þér eina hugmynd, en ekki margar hugmyndir í einu. Ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis þá endurtökum við frekar skref 3 – almennt er innifalið í verðtilboðinu allt að 3 umferðir af breytingum (nema annað sé tekið fram).

05

frágangur

Eftir að loka hönnunin er samþykkt, set ég saman allar lokaskrárnar samkvæmt pakkanum sem var valinn í upphafi.

Þú greiðir seinni 50% af verðinu og færð afhentann allann pakkann tilbúinn til notkunar!

Hafðu samband!

Hverju hefur þú áhuga á?
Hvar get ég haft samband við þig?
Hvað get ég gert fyrir þig?