Bærinn minn: Flateyri – Veggspjald

Flateyri, gimsteinn Vestfjarða!

Flateyri er einstaklega fallega staðsett eyri í miðjum Önundarfirði sem af mörgum er talinn einn af fegurstu fjörðum landsins. Kyrrðin, gestrisnin, náttúran og fjallafegurðin er í fyrirrúmi á Flateyri og þangað er alltaf gott að koma. Fjallið Þorfinnur blasir við hátt og tignarlegt, Gamla Bókabúðin, Tankurinn og Svarta Pakkhúsið hafa mikla sögu að geyma og til að kóróna fegurðina er hvíti sandurinn á Holtsfjöru einstök perla ásamt sjarmerandi trébryggjunni.

Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.

Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.

4.900 kr.6.900 kr.

Hafðu samband!

Hverju hefur þú áhuga á?
Hvar get ég haft samband við þig?
Hvað get ég gert fyrir þig?