Múlaberg

Drykkjarseðlar, vínseðlar & skilti

Múlaberg

Samansafn af nokkrum af þeim verkefnum sem ég hef unnið fyrir Múlaberg á Akureyri. Virkilega skemmtilegt samstarf og frábært dæmi um það hvernig er hægt að byggja upp sterkt of samræmt heildarútlit með tímanum.

Drykkjarseðill

Með fyrstu verkefnum sem ég vann fyrir Múlaberg var að hanna nýjan drykkjarseðil. Ég hafði aðeins unnið að auglýsingagerð fyrir Múlaberg áður svo við vorum komin með ákveðna útlitsstefnu út frá því, sem við vildum halda áfram að byggja ofan á og byrja þannig að mynda afgerandi heildarútlit fyrir staðinn.

Við sóttum innblástur í útlit og innréttingu staðarins, því við vildum mynda eina sterka heild, en til dæmis má nefna að innblásturinn fyrir röndunum á kápunni kom frá áklæði á bekk inni á staðnum. En litasamsetningin hefur einnig sterka tengingu við innréttingu staðarins. Í heildina vildum við hafa seðilinn dökkan yfirlitum en nýttum gula litinn til að láta “happy hour” opnuna standa út og hvítan bakgrunn til að aðgreina óáfenga drykki – en megin markmiðið var auðvitað að hafa seðilinn þæginlegan í notkun fyrir gesti Múlabergs. Hér að ofan eru sýnishorn úr fyrsta drykkjarseðlinum, en hér að neðan eru síðan sýnishorn úr uppfærðum seðli sem við settum í aðeins meiri sumarbúning fyrir sumarið 2022.

Vínseðill

Næsta verkefni var að hanna nýtt útlit á vínseðilinn, en við vildum hafa hann í stíl við drykkjarseðilinn til að ýta enn frekar undir heildarútlit staðarins sem var farið að myndast. Í vínseðlinum var minna um myndskreytingar, við höfðum hann lengri og mjórri í laginu, en annað hélst nokkuð í takt við drykkjarseðilinn.

Skilti

Nýjasta verkefnið sem ég vann fyrir Múlaberg var að hanna skilti fyrir útisvæði staðarins. Aftur vildum við halda áfram að byggja ofan á heildarútlitið sem er orðið nokkuð afgerandi fyrir staðinn, en á sama tíma vildum við nýta ljósmyndir af nokkrum af þeim girnilegu réttum sem þau bjóða upp á!

Ólína er fagmaður fram í fingurgóma. Hún hannaði fyrir okkur á Múlabergi vínseðilinn og kokteilaseðilinn okkar ásamt fleiri auglýsingum. Ég hef sjaldan unnið með jafn góðum hönnuði sem bætir einhverju nýju inn sem maður var kannski ekki búinn að hugsa fyrir, óumbeðið. Hún úthugsar hvert einasta smáatriði og það endurspeglast í hönnuninni hvað allt er skipulagt og vel uppsett - leiðir kúnnan í gegnum ferlið á sem skilvirkasta máta. Þetta er allt sem við töluðum um og meira. Takk fyrir okkur, við erum í skýjunum!"

Hafðu samband!

Hverju hefur þú áhuga á?
Hvar get ég haft samband við þig?
Hvað get ég gert fyrir þig?