Steypustöð Skagafjarðar
Steypustöð Skagafjarðar fagnaði 50 ára afmæli árið 2022 og af því tilefni fannst stjórnendum kominn tími á uppfært útlit sem samræmdist betur starfsemi fyrirtækisins sem hefur þróast í gegnum árin, frá því að vera eingöngu steypustöð yfir í að vera alhliða verktaka fyrirtæki.


Um merkið
S táknið er undirstaða mörkunarinnar og logo settsins. Hugmyndin á bakvið táknið var að þar leyndust í rauninni 3 S (fyrir SteypuStöð Skagafjarðar) sem væru stöfluð ofan á hvort annað og mynda þannig eitt “heilsteypt” form. Táknið skiptist samt sem áður í parta sem geta táknað steypukubb, gröfuskóflu og vélabelti eða þau fjölbreyttu verkefni sem Steypustöð Skagafjarðar tekur að sér. Logo settið í heild sinni var síðan hannað í kringum þetta tákn en það inniheldur aðalmerki, lárétt merki, leturmerki og auðvitað táknið sjálft.


Merkingar
Eitt af aðalmarkmiðum verkefnisins frá upphafi var að merkið þyrfti að vera þægilegt í notkun við merkingar, enda Steypustöð Skagafjarðar stórt fyrirtæki með mikið af tækjum, búnaði, vinnufatnaði og öðru sem þarf að vera vel merkt. Í því tilfelli var sérstaklega hentugt að hanna logo sett, frekar en bara eitt logo, en hér að neðan má sjá nokkur sýnishorn af því hvernig settið nýtist í merkingar og hvernig útfærslur merkisins vinna saman og mynda eina sterka heildarmynd.





