Kynningarbæklingur fyrir skemmtiferðaskip
Sauðárkrókshöfn tók í fyrsta skipti á móti skemmtiferðaskipum sumarið 2022 og í aðdraganda þess fékk ég það verkefni að hanna og setja upp kynningarbækling um höfnina og svæðið í kring. Ein af megin áherslunum var að útbúa skýringarmyndir með öllum helstu upplýsingum um höfnina, s.s. dýpt, lengdir og akkeris svæði – en einnig að setja upp upplýsingar um svæðið og þá afþreyingu sem Skagafjörður hefur uppá að bjóða fyrir ferðamenn skemmtiferðaskipa. Skýringarmyndirnar og opnur úr bæklingnum má sjá hér fyrir neðan.





