MR Weightlifting
Skemmtilegt auka verkefni sem varð til þegar maðurinn minn fór að bjóða upp á lyftingaprógram og þjálfun, en ólympískar lyftingar og styrktarþjálfun eru hans sérgrein! Hann var nú ekki mikið að spá í nafninu en grínaðist með að hann ætti kannski bara að kalla sig Mr. Weightlifting (eða „herra lyftingar“) vegna þess að skammstafirnir hans eru MR. Ég tók og hljóp með þessa hugmynd og fannst tilvalið að hanna karakterinn Mr. Weightlifting ásamt MR logoi sem varð að litlu logo setti – en þetta verkefni er frábært dæmi um það hvernig er hægt að gera mörkun persónulega, skemmtilega og hvernig er hægt að skera sig úr fjöldanum þó að það sé ekki endilega stórt fyrirtæki á bakvið mörkunina, heldur jafnvel bara einstaklingur.



Stafræn hönnun
Við settum síðan upp Instagram Story templates sem hann gæti notað til að auglýsa þjálfun eða prógram – en það er svo mikilvægt í hvers konar starfsemi að fólk geti auðveldlega fundið upplýsingar um hver þú ert og hvað þú gerir, annars gerist ekki neitt! En templates eru mjög þægileg og auðveld í notkun fyrir hvern sem er.

Merkingar
Við lékum okkur aðeins með merkingar möguleika líka, þó svo að hann væri ekki endilega að stefna á að fara út í merkingar á varning þá er alltaf gaman að sjá hvernig merkið myndi virka í raunveruleikanum og aldrei að vita nema þær verði einhverntíman að veruleika!







